Skálafell er austasti bærinn í Suðursveit. Á bænum er rekið sauðfjárbú ásamt gistiheimili. Skálafell er staðsett undir Skálafellsjökli og rennur jökuláin Kolgrima við túnfótinn. Jökulsárlón er um 35 km til vesturs frá bænum og Höfn í Hornafirði um 42 km til austurs.
Við erum lítið gistiheimili og gerum ávallt okkar allra besta til að tryggja ánægju okkar gesta. Hér að neðan má sjá dæmi um umsagnir frá okkar viðskiptavinum.
Gistiheimilið á Skálafelli er stoltur aðili að Hey Iceland