Gistiheimilið á Skálafelli er staðsett á Suð-Austurlandi og nálægt náttúruperlum eins og Jökulsárlóni, Skaftafelli og Vatnajökli. Hér að neðan er (ekki tæmandi) listi af nokkrum af þeim stöðum í nágrenninu sem við mælum með að gera.
Þá mælum við einnig með að eftirfarandi heimasíður fyrir nánari upplýsingar:
Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs: www.vatnajokulsthjodgardur.is
Heimasíða Í ríkis Vatnajökuls: www.visitvatnajokull.is
Gönguleið um Hjallanes
Gistiheimilið er einnig upphafsstaður að Hjallanes hring sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Stikuð gönguleið sem fer inn að Skálafellsjökli og kemur meðfram Kolgrímu á leiðinni til baka. Hringurinn er í heildina 8 km langur og tekur að meðaltali 3-4 klukkustundir. Ef ákveðið er að ganga einungis að Skálafellsjökli og til baka sömu leið tekur það um 2 klukkustundir.
Heinabergslón
Heinabergslón er fallegt fyrir framan Heinabergsjökul. Heinabergslón er jafnframt uppspretta jökulánnar Kolgrímu sem rennur hér við túnfótinn. Það tekur um 20 mínútur að fara upp að Heinabergslóni frá Skálafelli. Í boði eru yndisleg kayak ferðir á lóninu hjá Ice Guide - www.iceguide.is
Hoffellsjökull & heitir pottar
Hoffelsjökull er skriðjökull sem kemur fram undan Vatnajökli. Fallegur jökull til að skoða og gönguleiðir í boði á svæðinu. Einnig eru staðsettir heitir pottar í Hoffelli en heitt vatn fannst þar fyrir nokkrum árum. Hoffell er í kringum 25 km akstursfjarlægð frá Skálafelli.
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Árið 2019 var hann skráður á lista heimsminjaskrá UNESCO en hann er einn af þremur íslenskum stöðum á þeim lista. Við mælum með að skoða heimasíðu þjóðgarðsins til að sjá hvaða afþreyingu er í boði innan þjóðgarðsmarka á
Skaftafell
Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður árið 1967 og er í dag hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. MIkil náttúrufegurð er á svæðinu og fallegar gönguleiðir. Af áhugaverðum stöðum innan Skaftafells má t.d. nefna Svartafoss, Skaftafellsjökul, Morsárdal og Kristínartinda.
Vestrahorn & Stokksnes
Stokksnes er nes skammt frá Höfn í Hornafirði. Áður fyrr var þar ratsjárstöð sem rekin var af Ratsjárstofnun. Fallegt svæði fyrir göngutúra. Á staðnum er einnig Vestrahorn sem er með þekktari fjöllum Íslands. Í nágrenninu er einnig Almannaskarð þar sem hægt er fallegt útsýni yfir skriðjöklana sem koma fram undan Vatnajökli. Stokksnes og Vestrahorn er í um 35 mínútna akstursfjarlægð frá Skálafelli
Jökulsárlón
Jökulsárlón er ein af frægustu náttúruperlum Íslands. Það er jökullón við rætur Breiðamerkurjökuls en úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi. Jökulsárlón er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá gistiheimilinu. Hægt er að fara í siglingu á lóninu.
Höfn í Hornafirði
Höfn í Hornafirði er næsti þéttbýlisstaður við Skálafell. Hann er í um hálftíma akstursfjarlægð til austurs. Alls kyns þjónusta er í boði í bænum. Til að mynda veitingastaðir, kaffihús, sundlaug, golfvöllur, frisby golf o.fl.