top of page

Veitingar

Morgunverður

Á hverjum morgni erum við með kalt morgunverðarhlaðborð. Á hlaðborðinu er til að mynda; Brauð, skyr, jógúrt, súrmjólk, ostur, smjör, morgunkorn, ávextir, sulta, egg, kex, síld, safar, kaffi og te. Þá reynum við eftir fremsta megni að vera ávallt með eitthvað heimagert eins og t.d. kökur, hangiálegg eða reyktan silung.

Ef að þú þarft að fara snemma um morguninn og kemst ekki í morgunverð hjá okkur getum við útbúið nestispakka sem þú getur tekið með áður en farið er af stað. 

Kvöldverður

Á kvöldin erum við með á boði einfaldan íslenskan kvöldverð. Það breytist aðeins á milli daga hvað er í boði hverju sinni en alla jafna er eftifarandi í boði:

 - Súpa dagins

 - Skálafellslambasteik, þar sem kjötið er beint frá býli.

 - Fiskur dagsins, kemur frá næsta nágrenni.

 - Grænmetisréttur dagins

 - Eftirréttur.

 

Ef þig vantar nánari upplýsingar um kvöldverðinn hjá okkur, getur þú haft samband við okkur. Æskilegt er að bóka kvöldverð fyrir komu. 

bottom of page