top of page

Afþreying í nærumhverfi

Book Now

Gistiheimilið á Skálafelli er staðsett á Suð-Austurlandi og nálægt náttúruperlum eins og Jökulsárlóni, Skaftafelli og Vatnajökli. Hér að neðan er (ekki tæmandi) listi af nokkrum af þeim stöðum í nágrenninu sem við mælum með að gera.

Þá mælum við einnig með að eftirfarandi heimasíður fyrir nánari upplýsingar:

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs: www.vatnajokulsthjodgardur.is

Heimasíða Í ríkis Vatnajökuls: www.visitvatnajokull.is

Gönguleið um Hjallanes

Gistiheimilið er einnig upphafsstaður að Hjallanes hring sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Stikuð gönguleið sem fer inn að Skálafellsjökli og kemur meðfram Kolgrímu á leiðinni til baka. Hringurinn er í heildina 8 km langur og tekur að meðaltali 3-4 klukkustundir. Ef ákveðið er að ganga einungis að Skálafellsjökli og til baka sömu leið tekur það um 2 klukkustundir. 

Jökulsárlón

Jökulsárlón er ein af frægustu náttúruperlum Íslands. Það er jökullón við rætur Breiðamerkurjökuls en úr lóninu rennur Jökulsá á Breiðamerkursandi. Jökulsárlón er í um 25 mínútna akstursfjarlægð frá gistiheimilinu. Hægt er að fara í siglingu á lóninu.

Northern lights

Guesthouse Skálafell is located in a rural area so we are perfectly located to see the Northern Lights. If the forecast is good you will most likely be able to see the lights from your room window or just outside the room. The best time to see the northern lights are from November-March.

Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu. Árið 2019 var hann skráður á lista heimsminjaskrá UNESCO en hann er einn af þremur íslenskum stöðum á þeim lista. Við mælum með að skoða heimasíðu þjóðgarðsins til að sjá hvaða afþreyingu er í boði innan þjóðgarðsmarka  á

www.vatnajokulsthjodgardur.is

Skaftafell

Skaftafell National Park was established in 1967 and is now part of Vatnajokull National park. There are endless things to see and a perfect spot to visit if you are a nature lover. We espescially recommend the hike to see Svartifoss waterfall. Skaftafell is about 90 km west from Guesthouse Skálafell - about 1 hour drive. 

Vestrahorn & Stokksnes

Stokksnes er nes skammt frá Höfn í Hornafirði. Áður fyrr var þar ratsjárstöð sem rekin var af Ratsjárstofnun. Fallegt svæði fyrir göngutúra. Á staðnum er einnig Vestrahorn sem er með þekktari fjöllum Íslands. Í nágrenninu er einnig Almannaskarð þar sem hægt er fallegt útsýni yfir skriðjöklana sem koma fram undan Vatnajökli. Stokksnes og Vestrahorn er í um 35 mínútna akstursfjarlægð frá Skálafelli

Heinabergslón

Heinabergslón er fallegt fyrir framan Heinabergsjökul. Heinabergslón er jafnframt uppspretta jökulánnar Kolgrímu sem rennur hér við túnfótinn. Það tekur um 20 mínútur að fara upp að Heinabergslóni frá Skálafelli.

Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði er næsti þéttbýlisstaður við Skálafell. Hann er í um hálftíma akstursfjarlægð til austurs. Mælum við sérstaklega með því að fara í sundlaugina á staðnum sem var tekin í notkun 2009 ásamt því að falleg gönguleið er meðfram strandlínunni. 

bottom of page